Eldri borgarar duglegir að taka þátt í félagsstarfi FEBG

Félagar í félagi eldri borgara í Garðabæ eru duglegir að taka þátt í félagsstarfinu, en FEBG hafa boðið upp á skemmtilegar sumarferðir í allt sumar.

,,Í síðustu viku fórum við í einstaklega vel heppnaða ferð um Suðurland. Um var að ræða heilsdags ferð. Farið var um Þingvelli, stoppað á Hakinu, svo um Vellina og að útsýnispallinum við Hrafnagjá. Hádegisverður var svo í Lindinni á Laugarvatni. Þá lá leiðin að Skálholti og Kristján Björnsson vígslubiskup tók á móti okkur sagði frá staðnum og lagfæringum á kirkjunni,” segir Laufey Jóhannsdóttir, formaður FEBG. ,,Næst lá leiðin í Þjórsárdalinn gerðum stans að Árnesi, gengum að Hjálparfossi. Næsti foss var svo Urriðafoss vatnsmesti foss landsins og virtum fyrir okkur þennan fallega foss. Í lokin var svo kvöldverður á Hótel Selfossi,” segir hún en það var kátur og hress hópur sem skilaði sér svo í Garðabæinn þegar rökkva tók.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar