Allir geta dansað!

Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar er að hefja sitt 28. starfsár núna 9 .september n.k.

,,Það eru mörg spennandi námskeið í boði hjá félaginu í hinum ýmsum greinum m.a. mun Lilja Guðmundsdóttir, úr þáttunum Allir geta dansað kenna Bachata á mánu-dögum í DÍH, Haukahrauni 1,” segir Garðbæingurinn Auður Haraldsdóttir, danskennari og framkvæmdastjóri DÍH.

Bachata námskeiðin eru í 8 vikur og hægt er að skrá sig á [email protected]
Kl. 17.30-18.30 Bachata byrjendur
(tilvalið ef þú hefur aldrei dansað áður Bachata)
Kl. 18.30-19.30 Bachata lengra komin
(fyrir þau sem hafa dansað bachata sensual í 2 ár+)
Kl. 19.30-20.30 Bachata Lady Styling
(fyrir þau sem vilja læra ‘styling’ í bachata sensual)

Samkvæmidansar standa alltaf fyrir sínu

Samkvæmisdansarnir halda alltaf velli og eru sívinsælir. ,,DÍH er með barnaflokka í samkvæmisdönsum í Haukahrauni, yngst 4-6 ára, en þau æfa 2x í viku, síðan eru barnaflokkar 7-11 ára í samkvæmisdönsum sem einnig æfa 2x í viku en þau eru flest byrjuð að taka þátt í danskeppn- um og danssýningum,” segir hún.

Frítt kynningarnámskeið er fyrir jól fyrir 3-4 ára, Jazzleikskólinn. ,,Börnin mæta á laugardagsmorgnum með foreldrum sínum og læra létta, skemmtilega og þroskandi barnadansa og fá límmiða í verðlaun eftir hvern tíma. Tíminn er í 40 mínútur. Einnig verður frítt kynningarnámskeið fyrir 8-12 ára byrjendur í samkvæmisdönsum á laugardögum. Kenndir verða léttir samkvæmisdansar fyrir byrjendur.”

Pör og einstaklingar með mikinn metnað

Meistaraflokkur barna og unglinga í samkvæmisdönsum æfir hjá félaginu 4x í viku. ,,Þetta eru pör og einstaklingar með mikinn metnað og vilja taka þátt í danskeppnum hérlendis og erlendis þegar farið er á alþjóðleg mót eins og Blackpool. Hópurinn samanstendur af pörum og einstaklingum sem keppa í sóló dönsum, en það eru þeir flokkar þar sem einstaklingar keppa saman því þá vantar dansfélaga. Dansarar í meistaraflokki verða að kunna lágmark 8 samkvæmisdansa af 10,” segir Auður.

Aðalþjálfari er Auður Haraldsdóttir ásamt þeim Nikita Bazev, Helgu Dögg og dönsurunum úr Allir geta dansað, þeim Max, Hönnu Rún, Ástrósu og Sigga.

Gestakennarar félagsins koma reglulega þau Nicolo Barbizi og Sara Rós Jakobsdóttir ásamt danspari ársins hjá DSÍ þau Alex Gunnarsson og Ekaterina Bond.

Steet Jazz er kennt í íþróttahúsi Setbergsskóla á þriðjud. og fimmtud. fyrir 8-10 ára og 11-13 ára. Yngri hópurinn mætir kl. 17.30 og sá eldri kl. 18.30. Kennari er Andrea Sigurðardóttir sem kennt hefur þessa dansgrein hjá DÍH til margra ára.

Öll innritun er rafræn og fer fram á þessari slóð: https://www.sportabler.com/shop/danshfj

Allir sem ætla að nýta sér niðurgreiðslu sveitarfélaganna fyrir barnið sitt verða að skrá sig í gegnum slóðina hér að ofan.

Heimasíða félagsins er www.dih.is

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar