138 framúrskarandi fyrirtæki í Kópavogi samkvæmt úttekt Creditinfo

Creditinfo birti sl. miðvikudag lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki fyrir árið 2022. Alls er 138 fyrirtæki á listanum skráð í Kópavogi og fjölgar þeim um sextán frá því í fyrra, en þá voru þau 122 talsins.
15,8% prósent fyrirtækjanna á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki eru því í Kópavogi, en alls eru 875 fyrirtæki á Íslandi framúrskarandi samkvæmt stöðlum Creditinfo.

Sjö fyrirtæki með heimilsfesti í Kópavogi hafa verið Framúrskarandi frá upphafi. Það eru fyrirtækin Málning, Steinbockþjónustan, Barki, Baader Ísland, Vinnuföt heildverslun, Hegas og Axis-húsgögn.
Alls eru fjögur fyrirtæki á topp 20 af stórum fyrirtækjum á listanum í Kópavogi eða 20%. Þetta eru fyrirtækin Heimstaden ehf (Nr. 11), Reginn hf (Nr. 13), Norvik hf (Nr. 13) og Festi hf (Nr. 18).

Mynd: Málning er eitt sjö fyrirækja í Kópavogi sem hefur verið á lista Creditinfo frá upphafi.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar