Við erum svo lánsöm í Vídalínskirkju að við höfum fengið gríðarlega öfluga hlaupara til að láta um sig muna í Reykjavíkurmaraþoninu 19. ágúst. Þau ætla að hlaupa fyrir Örninn sem býður upp á úrvinnslu fyrir börn á aldrinum 9-17 ára sem hafa misst náin ástvin og styðja við foreldra/forráðamenn þeirra. Þetta er gríðarlega öflugt starf. Hægt er að styrkja starfið í gegnum hlaupastyrkur.is
Börnin og unglingarnar í Erninum greiða ekkert þátttökugjald. Barnavinafélagið Sumargjöf, Rótarýklúbbar Garðabæjar, Þjóðkirkjan, Minningarsjóður Jennýjar Lilju, Velferðasjóður barna, einstaklingar og fyrirtæki hafa m.a. styrkt verkefnið í gegnum árin og það er mikilvægt að efnhagur foreldra ráði ekki hvort barnið þeirra getur tekið þátt í starfinu. Allir sem koma að verkefninu gefa vinnu sína, annað væri alltof mikill kostnaður. Við erum gríðarlega þakklát því frábæra fólki sem hefur lagt verkefninu lið. Í sjálfboðaliðahópnum eru m.a prestar, guðfræðinemar, sálfræðingar, matráðar, félagsráðgjafar, hárgreiðslukonur, tannlæknir, sjúkraþjálfari og listamenn og fleiri. Vefsíða starfsins er arnarvaengir.is
Prestar Vídalínskirkju