Fermingarstarfið í Garðabæ

Við viljum um leið og skólarnir hefjast minna á fermingarstarfið í Garðabænum.  Fermingin á sér djúpar rætur í íslensku samfélagi.  Það má segja að fermingarfræðslan og fermingin sé falleg samleið heimila og kirkju þegar börnin okkar fara frá barnæsku yfir á unglingsárin.  Það er oft svolítið flókinn tími og gott að staldra við og skoða mikilvæga vegvísa sem byggja á kristinni trú sem hefur mótað samfélag okkar í 1000 ár.  Við héldum fund í maí með foreldrum og fermingarbörnum þar sem farið var yfir mikilvæga þætti varðandi starfið næsta vetur.   Þá hófst einnig skráning í fermingarathafnir vorsins 2024, en núna er þegar búið að skrá 172 fermingarbörn.    Það er hægt að fara inn á heimasíðuna okkar gardasokn.is og finna upplýsingar frá því á fundinum í maí og þar er einnig hægt að skrá fermingarbarnið.  Við minnum einnig á guðsþjónustu og fund í Vídalínskirkju sunnudaginn 10. september kl.11:00.

Linkurinn er: Fermingarstarf – Garðasókn (gardasokn.is).  Við hvetjum fólk til að kynna sér skipulag vetrarins og fermingardagana áður en skólinn hefst og margt drífur á daga barnanna.  Einnig er hægt að fara inn á gardasokn.is og velja fermingarstarf undir flipanum safnaðarstarf og þar eru allar upplýsingar. 
 
Með blessunaróskum
Prestar og starfsfólk Vídalínskirkju

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar