Verður ný endurvinnslustöð Sorpu opnuð í Garðabæ?

Á fundi bæjarráðs sl. þriðjudag var lagt fram erindisbréf fyrir starfshóp um staðarval fyrir endurvinnslustöð í stað endurvinnslustöðvar við Dalveg í Kópavogi.

Á fundi stjórnar Sorpu bs. þann 5. desember 2023 var samþykkt að koma á fót starfshópi um staðarval fyrir endurvinnslustöð í stað endurvinnslustöðvarinnar við Dalveg, sem stendur til að loka 1. september 2024.
Hlutverk hópsins er að greina valkosti til að koma til móts við þörf íbúa á höfuðborgarsvæðinu, sérstaklega í Garðabæ og Kópavogi, fyrir aðgengi að endurvinnslustöð frá þeim tímapunkti sem endurvinnslustöðin við Dalveg lokar, í samræmi við verkefnalýsingu í hjálögðu minnisblaði, þar sem segir meðal annars:

Hlutverk starfshópsins verður að:
Fara yfir núverandi stöðu, draga saman mikilvægar upplýsingar um hlutverk Dalvegs og veitta þjónustu.

Greina þörf fyrir stærð og hlutverk nýrrar endurvinnslustöðvar.

Afla upplýsinga um mögulegar staðsetningar í sveitarfélögunum tveim og útfæra tillögur þess efnis.

Starfshópinn skipa:
Stafshópinn skipa, Hjördís Ýr Johnsen, bæjarfulltrúi í Kópavogi, Björg Fenger, bæjarfulltrúi í Garðabæ og Guðmundur Tryggvi Ólafsson, rekstrarstjóri endurvinnslustöðva Sorpu bs.

Hópurinn á að skila og gera grein fyrir skýrslu 7. maí 2024 á fundi stjórnar Sorpu. Hópurinn á einnig að upplýsa framkvæmdastjóra og stjórn Sorpu mánaðarlega, fyrst á fundi stjórnar í febrúar 2024, um framgang verkefnisins.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar