Hækkun á framlögum vegna þjónustu við fatlað fólk

Bæjarráði Garðabæjar hefur borist tilkynning frá innviðaráðuneytinu um hækkun á framlögum vegna þjónustu við fatlað fólk árið 2024.

Í tilkynningunni kemur fram að innviðaráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafanefndar jöfnunarsjóðs um að hækka áætluð framlög sjóðsins vegna málaflokks fatlaðs fólks á árinu 2024 um 5,8 milljarða króna.

Hækkun á áætluðu framlagi til Garðabæjar nemur 283.577 þkr.

Mynd: Búsetukjarni í Brekkuás

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar