Unnið að lokahönnun þriðja og síðasta áfanga Urriðaholtsskóla

Á dögunum var undirritaður verksamningur milli Garðabæjar og ÞG verk vegna byggingu 2. áfanga Urriða-holtsskóla í Garðabæ.

ÞG-verk var lægstbjóðandi í framkvæmdaútboði um bygginguna sem fram fór í byrjun sumars. Samningsupphæðin hljóðar upp á um 2,8 milljarða króna. Verkið felur í sér byggingu og fullnaðarfrágang 2. áfanga skólans að utan sem innan, ásamt fullbúinni og frágenginni lóð. Byggingunni verður skv. verkáætlun samningsins við Garðabæ skilað fullbúinni að utan sem innan í byrjun árs 2024.

Íþróttasalur og sundlaug

Nú er einnig unnið er að lokahönnun þriðja og síðasta áfanga skólans, sem mun m.a. hýsa íþróttasal og sundlaug ásamt tilheyrandi rýmum. Þegar hönnun á 3. áfanga lýkur fer hann í ferli samþykktar og útboðs.

Mynd:

Þorvaldur Gissurarson forstjóri ÞG verk og Almar Guðmundsson bæjarstjóri handsala samninginn vegna uppbyggingu á öðrum áfanga skólans.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar