Elín Lilja las Handbók fyrir ofurhetjur

Elín Lilja Ármannsdóttir, 12 ára nemandi í Flataskóla, var dregin út í Sumarlestri Bókasafns Garðabæjar föstudaginn 5. ágúst. Elín las bókina Handbók fyrir ofurhetjur númer sjö eftir Elias og Agnes Vahlund og setti umsögn í lukkukassann. Í verðlaun fékk hún bókina Þín eigin saga: Sæskrímsli eftir Ævar Þór Benediktsson, en þema sumarlestursins í ár er einmitt sjávadýr í undirdjúpunum. 

Elín les oftast yfir daginn þegar hún hefur tíma, oft hálftíma í senn. Elín byrjaði í Sumarlestrinum fyrir tveimur vikum sem sýnir að það er aldrei of seint að taka þátt! Elínu finnst bækurnar um Ofurhetjurnar vera mjög skemmtilegar ásamt bókinni um Svörtu nöglina. Elín er mjög dugleg að lesa langar bækur en finnst millilangar bækur skemmtilegastar – og ekki skemmir fyrir ef skemmtilegar myndir eru í bókinni. Elín hefur tekið með sér bækur í ferðalög sumarsins og ætlar að halda áfram að vera dugleg að lesa. Við óskum Elínu innilega til hamingju.
 
Lestrarhestur vikunnar verður dreginn út hvern föstudag í sumar til 12.ágúst. Sumarlestri lýkur með uppskeruhátíð laugardaginn 20.ágúst klukkan 12 og þá munu allir virkir þátttakendur fá glaðning og þrír lestrarhestar verða dregnir úr umsagnarmiðum sumarsins. Gunnar Helgason les úr nýjustu bók sinni kl 13. Stígum lestrarölduna og lesum saman í sumar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar