Stórsýning Toyota í Kauptúni – gjafabréf fylgir seldum bílum

Mikið verður um að vera hjá Toyota Kauptúni á laugardag, 9. september þegar blásið verður til sannkallaðrar stórsýningar frá kl. 12 – 16.

Þar verður frumsýning og reynsluakstur á nýrri kynslóð Prius, sem nú kemur í Plug-in Hybrid útfærslu með allt að 70 – 86 km drægni á rafmagni. Prius var fyrsti bíllinn sem kynntur var með Hybridtækninni sem átti eftir valda straumhvörfum í bílaframleiðslu og marka nýja nálgun í orkunýtingu bíla. Meira en 5 milljón Priusar hafa selst og fjöldi seldra Hybridbíla frá Toyota er kominn vel á þriðja tug milljóna. Nýr Prius er töluvert breyttur í útlitibæði að innan sem utan og hefur fengið sportlegt útlit sem eftir er tekið.   

Á sýningunni verður einnig kynnt ný útfærsla af Corollu, þar sem finna má ýmsar útlitsbreytingar og aukinn staðalbúnað.

Þá mun 500.000 kr. gjafabréf frá Veiðihorninu fylgja öllum nýjum Hilux og 150.000 kr. gjafabréf frá Icelandair fylgir öllum nýjum Corolla Cross.

Það verður því úr mörgu að velja á Stórsýningu Toyota Kauptúni á laugardag frá kl. 12 – 16.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar