Hattagerðarmeistarar ljúka vinnustofudvöl í Hönnunarsafninu í dag

í dag, iðvikudaginn 14. desember frá klukkan 17 fer fram uppskeruhátíð Hattargerðarmeistaranna Önnu Gullu og Harpers sem hafa dvalið frá því í haust í vinnustofu Hönnunarsafns Íslands. Á meðan á dvöl þeirra hefur staðið hafa fjölmargir hattar orðið til en jafnframt héldu þau tvö námskeið í hattagerð. Hattarnir verða til sölu fram til áramóta en á uppskeruhátíðinni gefst fólki færi á að hitta meistarana sjálfa og fá faglega ráðgjöf þeirra um val á hatti. Forvitið hattaáhugafólk er hjartanlega velkomið en jafnframt verður safnbúð safnsins og sýning á grafískri hönnun Dieters Roth opin.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar