Margir úr GKG í landsliðum Íslands

Evrópumótum landsliða í karla-, kvenna-, pilta- og stúlknaflokkum er nýlokið og var gaman að sjá hversu mörg úr GKG voru í landsliðunum. 

Í kvennalandsliðinu léku þær Hulda Clara, Anna Júlía og Saga fyrir Íslands hönd og náði Hulda Clara frábærum árangri í höggleiknum þegar hún lék á 71 og 66 höggum og hafnaði í 7. sæti í einstaklingskeppninni. Íslenska liðið hafnaði í 14. sæti sem er mjög viðunandi árangur.

Fyrir karlalandsliðið léku þeir Hlynur og Kristófer Orri en keppt var í 2. deild um þrjú sæti í efstu deild að ári. Liðið náði sér ekki á strik og hafnaði í 9. sæti.

Í piltalandsliðinu voru þeir Guðjón Frans og Gunnlaugur Árni og náði liðið frábærum árangri með því að tryggja sér sæti í efstu deild á næsta ári.

Í stúlknalandsliðinu var engin að þessu sinni úr GKG en liðið hafnaði í 14. sæti

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar