Evrópumótum landsliða í karla-, kvenna-, pilta- og stúlknaflokkum er nýlokið og var gaman að sjá hversu mörg úr GKG voru í landsliðunum.
Í kvennalandsliðinu léku þær Hulda Clara, Anna Júlía og Saga fyrir Íslands hönd og náði Hulda Clara frábærum árangri í höggleiknum þegar hún lék á 71 og 66 höggum og hafnaði í 7. sæti í einstaklingskeppninni. Íslenska liðið hafnaði í 14. sæti sem er mjög viðunandi árangur.
Fyrir karlalandsliðið léku þeir Hlynur og Kristófer Orri en keppt var í 2. deild um þrjú sæti í efstu deild að ári. Liðið náði sér ekki á strik og hafnaði í 9. sæti.
Í piltalandsliðinu voru þeir Guðjón Frans og Gunnlaugur Árni og náði liðið frábærum árangri með því að tryggja sér sæti í efstu deild á næsta ári.
Í stúlknalandsliðinu var engin að þessu sinni úr GKG en liðið hafnaði í 14. sæti
Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum. Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar. Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.
Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.
Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins