Aron Snær og Elísabet Sunna klúbbmeistarar GKG

Meistaramót GKG var haldið fyrir skemmstu en það var það 30. í röðinni. Alls voru skráðir 449 keppendur í mótið í 26 flokkum.

Elísabet Sunna Scheving kom sá og sigraði í meistaraflokki kvenna á 318 höggum, sjö höggum á undan Karen Lind Stefánsdóttur og átta höggum á undan Katrínu Hörn Daníelsdóttur sem hafnaði í þriðja sæti. Elísabet Sunna er aðeins 16 ára gömul og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér.

 Meistaraflokkur kvenna    Högg
1Elísabet Sunna Scheving78818079318
2Karen Lind Stefánsdóttur87847876325
3Katrínu Hörn Daníelsdóttur85808379327
Jón Júlíusson, formaður GKG OG Ásta Kristín Valgarðsdóttir formaður mótanefdnar ásamt f.v. Karenu Lind, Elísubetu og Katrínu.

Aron Snær Júlíusson tryggði sér klúbbmeistaratitilinn í þriðja sinn með frábærri spilamennsku þegar hann lék hringina fjóra á 12 höggum undir pari, sem er nýtt mótsmet á Leirdalsvelli. Vallarmet 63 högg á þriðja degi gaf honum góða forystu fyrir lokahringinn sem hann lét ekki af hendi. Sigurður Arnar Garðarsson sem sigraði 2021 varð í öðru sæti en Arnar Daði Svavarsson sýndi ótrúlega frammistöðu með því að leika hringina fjóra á einu höggi undir pari, en Arnar Daði varð 14 ára daginn eftir mótið!

 Meistaraflokkur karla    Högg
1Aron Snær Júlíusson71716367272
2Sigurður Arnar Garðarsson72726767278
3Arnar Daði Svavarsson70716973283
Jón og Ásta ásamt f.v. Arnari, Aroni og Sigurði.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar