Meistaramót GKG var haldið fyrir skemmstu en það var það 30. í röðinni. Alls voru skráðir 449 keppendur í mótið í 26 flokkum.
Elísabet Sunna Scheving kom sá og sigraði í meistaraflokki kvenna á 318 höggum, sjö höggum á undan Karen Lind Stefánsdóttur og átta höggum á undan Katrínu Hörn Daníelsdóttur sem hafnaði í þriðja sæti. Elísabet Sunna er aðeins 16 ára gömul og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér.
Meistaraflokkur kvenna | Högg | |||||
1 | Elísabet Sunna Scheving | 78 | 81 | 80 | 79 | 318 |
2 | Karen Lind Stefánsdóttur | 87 | 84 | 78 | 76 | 325 |
3 | Katrínu Hörn Daníelsdóttur | 85 | 80 | 83 | 79 | 327 |
Aron Snær Júlíusson tryggði sér klúbbmeistaratitilinn í þriðja sinn með frábærri spilamennsku þegar hann lék hringina fjóra á 12 höggum undir pari, sem er nýtt mótsmet á Leirdalsvelli. Vallarmet 63 högg á þriðja degi gaf honum góða forystu fyrir lokahringinn sem hann lét ekki af hendi. Sigurður Arnar Garðarsson sem sigraði 2021 varð í öðru sæti en Arnar Daði Svavarsson sýndi ótrúlega frammistöðu með því að leika hringina fjóra á einu höggi undir pari, en Arnar Daði varð 14 ára daginn eftir mótið!
Meistaraflokkur karla | Högg | |||||
1 | Aron Snær Júlíusson | 71 | 71 | 63 | 67 | 272 |
2 | Sigurður Arnar Garðarsson | 72 | 72 | 67 | 67 | 278 |
3 | Arnar Daði Svavarsson | 70 | 71 | 69 | 73 | 283 |