Kröfu kæranda hafnað um ógildingu deiliskipulagsbreytingar vegna leikskólalóðarinnar við Holtsveg 20

Nýverið komst Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála að þeirri niðurstöðu að deiluskipulagsbreytingar vegna lóðarinnar við Holtsveg 20, verði ekki ógild, en nefndin hefur haft málið til meðferðar frá því 2022. 

Í úrskurðarorði kemur fram að hafnað er kröfu kæranda um ógildingu á ákvörðun bæjarstjórnar Garðabæjar um breytingu á deiliskipulagi 1. áfanga norðurhluta Urriðaholts vegna lóðarinnar við Holtsveg 20, en þar er risinn leikskólinn Urrðaból, sem verður opnaður um miðjan febrúar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar