Irma Gunnarsdóttir bætti 26 ára gamalt Íslandsmet

Garðbæingurinn og frjálsíþróttakonan Irma Gunnarsdóttir gerði sér lítið fyrir og bætti tæplega 26 ára gamalt Íslandsmet Sigríðar Önnu Guðjónsdóttur í þrístökki þegar hún stökk 13,40 metra á Norðurlandamótinu í frjálsum um þars síðustu helgi.

Met Sigríðar var 13,18 metrar og Irma átti alls þrjú stökk sem voru yfir gamla metinu.

Frábærlega gert hjá þessari öflugu frjálsíþróttakonu og Garðbæinga.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar