Breyting á deiliskipulagi Hnoðraholts norður – Þorraholts

Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með tillögu að breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður – Þorraholt í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. og 1. gr. 43. sömu laga.

Tillagan gerir ráð fyrir breytingu deiliskipulags Hnoðraholts – norður sem nær til íbúðarbyggðar við Þorraholt.

Helstu breytingar:

– Tillagan gerir ráð fyrir því að hámarksfjöldi íbúða hækki úr 220 í 236.

– Byggingarreitir neðanjarðar breytast á lóðum Þorraholt 5, 7, 9, 11, 13, 15 og 19

– Byggingarreitir ofanjarðar breytast á lóðum Þorraholt 7, 13, 19

– Hæðir húsa á lóðum Þorraholt 7, 13 og 19 breytast

– Byggingarmagn eykst á lóðum Þorraholt 1, 7, 13 og 19 (sbr. Skilmálatafla eftir breytingar)

– Fallið er frá kröfu um bílastæði í bílageymslu fyrir 2 herbergja íbúðir og minni.

Tillagan er aðgengileg á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is og í þjónustuveri. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn skriflegar athugasemdir til og með 21. júlí 2023, annað hvort á netfangið [email protected] eða á bæjarskrifstofur Garðabæjar, Garðatorgi 7, 210 Garðabæ.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar