Innilaugin á Álftanesi verður lokuð 10.-19.febrúar 

Nú er komið að því að leggja gólfefni í kringum innisundlaugina á Álftanesi. Vatni verður hleypt úr lauginni á föstudag 10. febrúar um hádegi, eftir að kennslu lýkur, til að þurrka vel svæðið kringum laugina og mála það sem þarf. Dúklagningamaður mun hefja vinnu á mánudagsmorgun 13. febrúar.

Á sama tíma verður unnið við að skipta um gólfefni á ganginum milli baðklefa og sundlauga. Sundlaugagestir gætu orðið fyrir einhverri truflun á meðan sú vinna fer fram.

Innilaugin verður því lokuð alla næstu viku til sunnudagsins 19. febrúar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar