Heildarfjöldi leikskólaplássa í Garðabæ eru 1354

Innritun í leikskóla Garðabæjar gengur vel en markmið Garðabæjar er að öll börn sem eru orðin 12 mánaða þegar skólaárið hefst, 1. september ár hvert, eigi kost á leikskóladvöl. Þetta markmið hefur tekist að mestu leyti í Garðabæ á undanförnum árum.

Fyrir komandi haust hefur börnum fæddum í júní, júlí og ágúst árið 2021 verið úthlutað leikskóladvöl í Garðabæ. Yngsta barnið sem fékk úthlutun er fætt 30. ágúst 2021 og verður því 12 mánaða gamalt í lok þessa mánaðar. Innritun heldur áfram út árið þó úthlutun leikskólaplássa síðla sumars sé sú lang umfangsmesta á ári hverju enda er þá úthlutað plássum sem losna þegar elstu börnin hefja grunnskólagöngu.

Heildarfjöldi umsókna fyrir þetta leikskólatímabil voru 108 og þar af voru 19 flutningsbeiðnir milli leikskóla og 89 nýjar umsóknir en heildarfjöldi leikskólaplássa í Garðabæ eru 1354. Á tæpu ári hefur leikskóladeildum í fjölgað um 14 í sveitafélaginu. Nýi ungbarnaleikskólinn Mánahvoll við Vífilsstaði er með átta deildir og Heilsuleikskólinn Urriðaból við Kauptún verður sex deilda skóli en gert er ráð fyrir að hann opni í september.  

Biðlistagreiðslur til forráðamanna barna á biðlista

Í júní á þessu ári voru samþykktar reglur um biðlistagreiðslur í Garðabæ til forráðamanna barna 12 mánaða og eldri sem eru á biðlista eftir leikskólavist í Garðabæ. Markmiðið með reglunum er að brúa bilið frá fæðingarorlofi þangað til barn fær vistun í leikskóla.

Mynd: Heilsuleikskólinn Urriðaból við Kauptúni verður sex deilda leikskóli

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar