Það er óhætt að segja að GKG sinni trjárækt með mjög öflugum hætti. Í gegnum árin hefur klúbburinn gróðursett þúsundir trjáa á landi golfvallarins, kylfingum til yndisauka, þó ekki sé jafn gaman þegar boltinn lendir í þeim.
Áætlun um byggð í Hnoðraholti þýðir að mörg tré munu hverfa þaðan. GKG, með leyfi Garðabæjar, hefur fundið 29 trjám nýtt heimili milli 7. og 8. brautar á Leirdalsvelli. Þessi aðgerð mun fegra þessar tvær brautir og skerpa línurnar milli þeirra.
Um þrjár trjáþyrpingar er að ræða sem krefja kylfinginn um beinni högg.
80 metra frá teig og endar seinasta trjáþyrpingin um 130 metra frá þeim teig.
Af teig 7 byrjar miðju trjáþyrpingin um 55 metra frá teig og endar seinasta trjáþyrpingin um 105 metra frá þeim teig.