225 börn lásu 2404 bækur

Uppskeruhátíð sumarlesturs Bókasafns Kópavogs fór fram á aðalsafni þriðjudaginn 22. ágúst og var blásið til sannkallaðrar veislu með Gunnari Helgasyni rithöfundi.

Á uppskeruhátíðinni var dregið úr öllum happamiðum sumarsins og öll börn sem mættu fengu glaðning. Alls voru 225 börn skráð í sumarlesturinn í ár og lesnar bækur voru 2404. Bókasafnið þakkar fyrir mætinguna á hátíðina og einnig fyrir frábæra þátttöku í sumarlestrinum.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar