Hádegistónleikum frestað til 18 október

Hádegistónleikum sem vera áttu þann 4. október hefur verið frestað til 18. október en þau Kristín Sveinsdóttir söngkona og Kristinn Örn Kristinsson píanóleikari munu á tónleikunum flytja alls konar ástarsöngva eftir Jón Ásgeirsson og Hans Eisler. Tónleikarnir eru ríflega 30 mínútna langir og aðgangur ókeypis en menningar- og safnanefnd Garðabæjar kostar tónleikana í samstarfi við Tónlistarskóla Garðabæjar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar