Ég stíg aldrei á brunna, þeir boða ógæfu – segir Sigga Ózk sem stígur á svið í söngvakeppninni í kvöld með lagið, Um allan alheiminn

Garðbæingar bíða eflaustir spenntir eftir úrslitakvöldi Söngvakeppninnar á RÚV í kvöld, en þar munu meðal annarra stíga á svið tvær ungar og efnilegar söngkonur úr Garðabæ og önnur þeirra er Sigga Ózk, sem flytur lagið Um allan alheiminn/Into the Atmosphere

Garðapósturinn heyrði í Siggu Ózk og bað hana að svara nokkrum laufléttum spurningum.

Hvað notar þú símann þinn mikið á dag? Fer eftir tímabilum, þegar það er mikið að gera þá fer ég ekkert í símann. Annars er ég líka oft með eitthvað youtube myndband í gangi þegar ég er að gera mig til á morgnana OG ég er oft með símann bara opinn þannig ‘screen time’ sýnir meiri tíma en raunverulega. Hver er uppáhalds drykkurinn þinn? Vatn með jarðaberja salttöflu.
Hver er uppáhalds maturinn þinn? Hawaii pizza eða steik með rjómaost og avocado. Auðvelt og gott.
Ef þú gætir ferðast um í tímann, á hvaða áratug myndir þú fara á og af hverju? Ég hugsaði fyrst 80’s 90’s tímabilið útaf tónlistinni en ég get heyrt sögur og séð myndbönd af því. Ég væri til í að fara til baka þegar það voru engin tæki og fólk var bara að lifa þessu fallega lífi án þess að vera háð einhverjum skjá.
Hvert er uppáhalds lagið þitt? Úff það er svo erfitt því það fer bara eftir degi og tíma. En ég hugsa að all time favorite þuuuurfi að vera ‘All Night Long’ með Lionel Richie það er bara alltof skemmtilegt lag.
Hver er uppáhalds tónlistarmaðurinn þinn? Beyoncé og Ariana Grande.
Hver er uppáhalds bíómyndin þín? Legally Blonde.
Á hvernig bíl ekur þú og hver er draumabílinn? Bíllinn minn heitir KIki, hún er hvítur Kia Picanto. Einn daginn verður það Lightoxfordgrey eða nude Porsche Panamera og hún mun heita Coco Portia. Óttast þú eitthvað? Ég óttast þess að líta til baka, þegar ég verð eldri, að hafa ekki farið alla leið með það sem mig langar að gera í lífinu. Annars er ég mjög hrædd við geitunga og köngulær og hræðist að þau skríða inn í eyrun mín.
Ef þú ættir að vera með blogg, um hvað mundir þú blogga? Ég hef verið með blogg! Ég elska það. Ég skrifa nefnilega reglulega í dagbók og elska að skrifa um lífið. En ég væri mjög til í að búa til svona sjálfstrausta blogg síðu til að hjálpa fólki með sjálfstraust og að elta draumana sína.
Ef þú gætir breytt einhverju einu í samfélaginu okkur hvað væri það þá? Ég væri til í að sjá meiri gleði og samvinnu. Við búum á mjög köldu og einangruðu landi og okkur vantar stundum bara smá sól í hjarta og góða að.
Ef peningar væru ekki vandamál, hvað hlut vildirðu þá helst eignast/eða gera? Ég væri til í að gefa öllum börnum tækifæri á menntun, ást og öryggi. Hvað er það vandræðalegasta sem þú hefur lent í? Ég breyti yfirleitt öllu vandræðalegu í fyndið grín og þá er það ekki jafn vandræðalegt.
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Mér finnst skemmtilegast að vera í kringum gott fólk, vera úti í sólinni og einhver er að spila á gítar og við erum öll að syngja saman. En ég elska líka það sem ég geri, að semja músík og ég elska að koma fram á stórum sviðum með góðum dönsurum og sýna öllum geggjað show sem við erum búin að undirbúa. Síðan finnst mér líka yndislegt að kenna börnum og sjá þau vaxa í dásamlega einstaklinga.
Ertu hjátrúarfull? Ég er súper hjátrúarfull og þessir skrítnu hlutir koma frá því að ég bjó í Svíþjóð. Ég stíg aldrei á brunna, þeir boða ógæfu. Ég óska mér alltaf þegar klukkan er 11:11 og snerti yfirleitt ekki gólfið.
Kanntu að elda? Mér finnst mjög gaman að elda. Ég geri besta pasta carbonara í heimi.
Áttu gæludýr eða langar þig í gæludýr? Mig langar svo mikið í hund sem er Maltipoo og á að heita Pogo.
Ertu trúuð? Ég trúi á hið góða. Ástin og góðmennskan sigrar alltaf.
Hver er uppáhalds sjónvarpsþátturinn þinn? Gossip Girl er efst í huga en ég elska alla raunveruleika þætti
Ferðu oft í kvikmyndahús? Nei en mér finnst það mjög skemmtilegt þegar ég er með skemmtilegu fólki að fara á skemmtilega mynd!
Hvernig er góður dagur fyrir Siggu Ózk? Allir dagar geta verið góðir dagar ef ég næ að setja hugann við það sem ég elska. Stundum er það bara ákvörðun að eiga góðan dag þótt allt sé á móti manni. Hvenær vaknar þú á morgnana og tekur það þig langan tíma að fara framúr? Ég snooza alltaf allaveganna einu sinni þannig ég stilli klukkuna alltaf aðeins of snemma því ég veit að ég er lengi að gera mig til á morgnana þannig ég vil frekar vera með meiri tíma heldur en í stressi. Betra sein og sæt en fljót og ljót, DJÓK.
Hvað fær Siggu Ózk til að brosa? Litlu hlutirnir. Þegar ég sé aðra hamingjusama og ná árangri. Knús, vinátta, börn, tónlist, hreyfing, góður matur og bara hugsunin að það er líka til svo margt fallegt í þessum skrítna heimi.

En hvað segir svo Sigga Ózk um kvöldið, orðin spennt og finnst þér þú geta bætt einhverju við flutninginn þinn frá undankeppninni? ,,Það er alltaf hægt að bæta sig. En ég er virkilega spennt að koma fram aftur núna á laugardaginn þetta er svo rosalega skemmtilegt atriði.”

Og ætlar Sigga Ózk að komast til Malmö? ,,Það fer eftir hvað fólkið kýs,” segir hún brosir.

Mynd: RÚV.is

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar