Fyrst var keppt um Íslandsmeistaratitilinn í karlaflokki árið 1942. Gísli Ólafsson er fyrsti Íslandsmeistarinn og Garðbæingurinn Birgir Leifur Hafþórsson er sá sigursælasti með 7 titla (vann sex með GKG). Birgir Leifur landaði sínum 7. titli á Jaðarsvelli árið 2016 og hefur hann ekki tekið þátt eftir þann sigur.
Alls eru 40 nöfn grafin á verðlaunagripinn í karlaflokki, 17 kylfingar hafa sigrað oftar en einu sinni.
Kópavogsbúinn Úlfar Jónsson, sem starfar sem þjónuststjóri hjá GKG auk þess að vera PGA golfkennari vann sína 6 titla með Golfklúbbi Keilis.
Kylfingar úr GR hafa oftast sigrað eða 23 sinnum en kylfingar úr GKG hafa 9 sinnum orðið Íslandsmeistarar.
7 titlar:
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (1996 (GL), 2003, 2004, 2010, 2013,2014, 2016).
6 titlar:
Úlfar Jónsson, GK (1986,1987,1989-1992)
Íslandsmeistarar GKG:
Sigmundur Einar Másson, GKG (2006)
Bjarki Pétursson, GKG (2020)
Aron Snær Júlíusson, GKG (2021)
Hulda Clara Íslandsmeistari 2021
Aðeins Hulda Clara Gestsdóttir hefur orðið Íslandsmeistari GKG kvenna, en hún sigraði árið 2021.
Myndir: golf.is

