Garðbæingurinn Birgir Leifur Hafþórsson oftast orðið Íslandsmeistari í golfi

Fyrst var keppt um Íslandsmeistaratitilinn í karlaflokki árið 1942. Gísli Ólafsson er fyrsti Íslandsmeistarinn og Garðbæingurinn Birgir Leifur Hafþórsson er sá sigursælasti með 7 titla (vann sex með GKG). Birgir Leifur landaði sínum 7. titli á Jaðarsvelli árið 2016 og hefur hann ekki tekið þátt eftir þann sigur.

Alls eru 40 nöfn grafin á verðlaunagripinn í karlaflokki, 17 kylfingar hafa sigrað oftar en einu sinni. 

Kópavogsbúinn Úlfar Jónsson, sem starfar sem þjónuststjóri hjá GKG auk þess að vera PGA golfkennari vann sína 6 titla með Golfklúbbi Keilis.

Kylfingar úr GR hafa oftast sigrað eða 23 sinnum en kylfingar úr GKG hafa 9 sinnum orðið Íslandsmeistarar.

7 titlar:

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (1996 (GL), 2003, 2004, 2010, 2013,2014, 2016).

6 titlar: 

Úlfar Jónsson, GK (1986,1987,1989-1992)

Íslandsmeistarar GKG:

Sigmundur Einar Másson, GKG (2006)

Bjarki Pétursson, GKG (2020)

Aron Snær Júlíusson, GKG (2021)

Hulda Clara Íslandsmeistari 2021

Aðeins Hulda Clara Gestsdóttir hefur orðið Íslandsmeistari GKG kvenna, en hún sigraði árið 2021.

Myndir: golf.is

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins