Úrval Útsýn býður upp á hálfgerða ævintýraferð til Punta Cana, sem er staðsett í Dómíníska lýðveldinu í 9 daga, þann 18.-27. febrúar 2022, en í Punta Cana er hægt að finna hvítar sandstrendur, túrkisblátt karabíahafið, heilsulindir og meðalhitinn er 26 gráður. Þetta hljómar eins og góð tónlist í eyrum, en Punta Cana býður upp á svo miklu meira en einstakar strendur og dekur með öllu inniföldu því Punta Cana svæðið er sniðið fyrir hið fullkomna frí.
Helga Thorberg er farastjóri í ferðinni, en hún er menntuð leikkona og garðyrkjufræðingur. Helga hefur starfað við leiklist sem höfundur og þáttagerðarkona, stundað m.a. eigin blómabúðarekstur í miðbænum, veitingarekstur á Spáni og blómaskreytir í Noregi. Fyrsta reynsla hennar af fararstjórn voru Kvennaferðir til Parísar – sem selskapsdaman Henríetta með Rósamundu vinukonu sinni. Síðan var þeim ferðum framhaldið til Rómar. Hún hefur búið hingað og þangað um heiminn, þar á meðal í Dóminíska lýðveldinu og hefur skrifað bók um dvöl sína þar.
Eins og póstkort
,,Punta Cana er þekkt fyrir 32 km hvítar strendur, er austasti toppur Dóminíska lýðveldisins. Bavarosvæðið og Punta Cana sameinast og mynda það sem kallað er Kókosströndin. Þar eru strendurnar hvítar og vatnið túrkísblátt. Þarna er auðvelt að ímynda sér að maður sé kominn inn í póstkort og fallegt hafið hefur að geyma kóralrif, litríka fiska og skjaldbökur. Fallega Punta Cana er einnig kjörið til dekurs í náttúrunni, í laugum og lónum þar sem rómantíkin blómstrar,” segir Helga.
Heill heimur út af fyrir sig
Þú þekkir vel til staðarins eftir dvöl þína, er margt annað hægt að gera en að flatmaga í sólinni á fallegum hvítum sandströndum? ,,Punta Cana er heill heimur út af fyrir sig. Þetta svæði hefur verið þróað í yfir 50 ár sem framúrskarandi staður fyrir ferðamenn til að njóta veðurblíðunnar og fallegu náttúrunnar sem svæðið býr yfir. Eyjan er í raun einn stór þjóðgarður enda mjög fjölbreytt plöntu- og dýralíf. Ekki að ástæðulausu sem Punta Cana er vinsælasti ferðamannastaðurinn í Karabískahafinu og strendurnar útnefndar sem þær fegurstu í heimi,” segir hún og heldur áfram: ,,Það er mjög margt hægt að gera og fer það eftir áhugasviði hvers og eins hvað hann vill fá út úr ferðinni, eins ef börn eru með ráð þau oft ferðinni. Ef fólk er áhættusækið má svífa um loftin í svifflugdreka, heimsins bestu golfvellir gætu höfðað til þeirra sem eru meira jarðbundnir, snorkl eða köfun og skoða sjávarlífið, heimsókn til Saona eyjunnar fyrir utan ströndina gæti höfðað til margra, göngutúr í höfuðborginni og skoða Colonial svæðið sem hefur að geyma dómkirkju reista árið 1514 og stendur enn, kastala og virki, svæði sem er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna með elstu minjar í heimi frá nýlendutímanum, það má skoða hella með skreyttum teikningum frá tímum frumbyggja, þeir fótafimu vilja kannski taka snúning með diskóbátnum og dansa og dansa við heillandi Merenque tónlist, eða er bara best að fara í nudd á ströndinni? Hvað myndir þú velja spyr hún,” brosandi.
Áttu þér einhverja uppáhaldsstaði á eyjunni? ,,Ég bjó í litlu þorpi á noðurströndinni og að sitja í parkinum og fylgjast með litskrúðugu og háværu mannlífinu var heillandi. Ég held ég velji eina af ströndunum „Playa Diamante“ að ganga þar eftir hvítri strönd, böðuð í sól, finna mjúkan og hlýjan sandinn undir iljunum, turkisblátt hafið, blár himinn og pálmatrén veifa þér – það er ómótstæðileg minning.”
Matarhefðin byggir á arfi frá Taino frumbyggjunum
Hvernig er matarhefðin í Dómíníska lýðveldinu og er einhver þjóðarréttur sem ferðalangar verða að bragða á? ,,Þeirra matarhefð byggir á arfi frá Taino frumbyggjunum, aðallega grænmeti og sjávarfangi, Spánverjum sem komu um 1470 með kjöt og krydd og þar á eftir fylgdu áhrif frá þrælunum frá Afríku.
Þeirra þjóðarréttur er Sancocho sem er einskonar háttíðarútgáfa af kjötsúpu. Í henni eru margar kjöttegundir, kjúklingur, svínakjöt og lamb. Síðan er allskonar rótargrænmeti. Hrísgjón eru mikilvæg, grænmeti, baunir og egg. Ferskt sjávarfang fæst frá nálægum fiskimiðum og úrval er af ávöxtum.”
Hótelin í mjög háum gæðaflokki
Og er Punta Cana svæðið sniðið fyrir hið fullkomna frí? ,,Já, það er fullkomið frí. Hótelin eru í mjög háum gæðaflokki, allar veitingar eru innifaldar og þú hefur um marga veitingastaði að velja. Stóra spurningin verður hvort á að fá sér síðdegisdrykkinn við sundlaugarbarinn eða undir pálma-trénu á ströndinni,” segir Helga brosandi að lokum.
Innifalið í verði
Innifalið í verði er beint flug fram og til baka með Icelandair til Dómíníska lýðveldisins, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 9 næt-ur á 4–5 stjörnu gistingu með öllu inniföldu, íslensk fararstjórn, og akstur til og frá flugvelli.
Næst stærsta eyjan í eyjaklasanum
Dóminíska lýðveldið er land á eystri hluta eyjunnar Hispaníólu, sem er ein Stóru-Antillaeyja í Karíbahafi, með landamæri að Haítí í vestri. Hispaníóla er næststærst eyjanna í eyjaklasanum og liggur vestan við Púertó Ríkó og austan við Kúbu og Jamaíku.