Bjóða viðskiptavinum upp á ánægjutryggingu

Hárklippistofan Barbarinn opnaði í í nóvember nýja stofu á Smáratorgi í Kópavogi við hliðina á Bakara- meistarnum, en Barbarinn er líka með stofu í Ármúla 19.

Það er Kópavogsbúinn Fjóla Valdís Árnadóttir, sem er rekstrarstjóri Barbarans, en hún er sjálfsagt Garðbæingum einnig að góðu kunn enda ólst hún upp í Garðabæ og lék með Stjörnunni. Markmið stofunnar er að bjóða upp á vandaðar klippingar á skömmum tíma á hagstæðu verði, en stofan bíður einnig viðskiptavinum upp á ánægjutryggingu sem við ætlum að forvitnast um ásamt fleiru í spjalli okkar við Fjólu.

En hvernig kom það til að Fjóla ákvað að opna hárklippistofu í Kópavogi? ,,Barbarinn opnaði klippistofu í Ármúla árið 2019, við hugsuðum alltaf stærra og fleiri stofur. Það var ákeðið strax í byrjun að stofa 2 yrði í Kópavogi. Frábært þegar fyriráætlanir verða að veruleika,” segir hún og brosir.

Er Barbarinn hefðbundin hárklippistofa, hvað bjóðið þið upp á? ,,Við erum eingöngu í klippingum fyrir alla sem er alveg hrikalega gaman. Í raun skemmtilegast við fagið að mínu mati. Það er dásamlegt að vera laus við litanir, perm og þ.s.h. efnavinnu. Við seljum ,,basic“ hárvörur frá KEUNE, Matrix og María Nila.”

Pöntunarkerfið okkar er hannað eftir hugmyndafræði eiganda Barbarans, Þórsteins Ágústssonar. Þú ferð á barbarinn.is skráir inn símanúmerið þitt og þá færðu upp biðtímann í klippingu. Svo ert þú bara í þínum daglegu erindum og þegar það eru 15 – 20 mín í þina klippingu þá færðu sms um að það sé að koma að þér.

Og þið eruð eina stofan á Íslandi sem notar hársugu, hvað erum við að tala um? ,,Þetta stórsniðuga tæki, hársugan, er að gera skemmtilega hluti, en eftir klippingu þá ryksugum við hárið og hálsinn þannig að við tökum stóran hluta af “óþolandi” litlu hárunum sem minna þig á allan daginn ef þú fórst í klippingu að morgni. Fókið með stutta hárið hreinlega getur ekki án þess verið eftir að hafa prufað hársuguna einu sinni.”
Einnig bjóðið þið upp á að taka myndir af klippingunni? ,,Kerfið okkar er byggt upp á þann skemmtilega hátt að við bjóðum viðskiptavinum að taka mynd af klippingunni að henni lokinni, þá er hún til í kerfinu okkar á bak við símanúmer viðkomandi. Þannig að næst þegar viðskiptavinurinn kemur í klippingu þá getur hann sagt: ,,Ég ætla að fá sama og síðast”,” segir Fjóla brosandi.

Og þið farið nokkuð óvenjulega leið þegar tímar eru pantaðir í klippingu, er það ekki rétt? ,,Já, einmitt. Pöntunarkerfið okkar er hannað eftir hugmyndafræði eiganda Barbarans, Þórsteins Ágústssonar. Þú ferð á barbarinn.is skráir inn símanúmerið þitt og þá færðu upp biðtímann í klippingu. Svo ert þú bara í þínum daglegu erindum og þegar það eru 15 – 20 mín í þina klippingu þá færðu sms um að það sé að koma að þér. Þegar þú kemur svo inn á Barbarann skáir þú þig í tölvuna hjá okkur og ferð oftast beint í stólinn. Virðing við tíma allra.”

En þú getur ekki valið þér klippara, heldur færðu þann næsta sem er laus? ,,Þú getur beðið eftir þeim klippara sem þú vilt en þá er það á þína ábyrgð ef þú þarft að bíða lengur, en getur þá hleypt fram fyrir þig ef aðrir viðskiptavinir koma inn.”

Svo vakti athygli mína að þið bjóðið viðskiptavinum upp á ánægjutryggingu? ,,Það er okkur mikið í mun að viðskiptavinir okkar séu ánægðir með vinnu okkar. En við erum öll mannleg og getur orðið á eða að það komi upp misskilningur milli klippara og viðskiptavinar þá er mjög gott að geta boðið fólki að koma aftur þeim að kostnaðarlausu. Viðskiptavinir erum mjög ánægðir með þetta og finnst þetta alveg frábært hjá Barbaranum.”

Og hafa margir nýtt sér ánægjutrygginguna? ,,Það hefur komið fyrir að hún sé nýtt og við gerum það með bros á vör, því mikilvægast fyrir okkur er að viðskiptavinir Barbarans séu ánægðir.”

Eru tískusveiflur í klippingum, hvað er vinsælast í dag og eftir hverju fara þessar tískusveiflur? ,,Það hefur verið svakalega mikið um ,,skin fade” klippingar hjá strákunum, en ég er ekki frá því að tískan breytist aðeins með árstíðunum. Þannig að það er í raun margt spennandi í gangi.”

Hvernig hefur gengið að ráða starfsfólk á nýju stofuna á Smáratorgi og ég sé að þið leggið mikið upp úr því að heilsa starfsfólksins sé góð og það fær líkamsræktarstyrk? ,,Ég fékk svo skemmtileg viðbrögð þegar það fór að kvisast út að við værum að opna í Kópavogi að fólk sem ég hef unnið með í faginu fór að sækja um hjá okkur, þannig að það gekk framar vonum að manna hjá okkur, sem er dásamlegt. Já, heilsa starfsfólksins skiptir okkur máli og því fær það líkamræktarstyrk. Starfið er krefjandi og við verðum að halda okkur við til að endast vel í því.”

Og þið bjóðið bæjarbúar velkomna til ykkar? ,,Það eru allir hjartanlega velkomnir á Barbarann og ég hvet bæjarbúa og nærsveitunga að kíkja á okkur. Við erum á Smáratorgi við hlið Bakarameistarans. Algjörlega frábær staðsetning og yfir 2000 bílastæði í bílakjallaranum undir okkur. Getur ekki verið betra,” segir hún brosandi.

Svo nú er bara að mæta á staðinn og athuga hvort það er laust eða skrá sig á barbarinn.is og þá sérðu bið- tímann og klukkan hvað klippingin er? ,,Endilega að skella sér í röðina og mæta til okkar á Barbarann Smáratorgi eða Ármúla. Ég er mjög heppin með fagfólkið mitt, frábær stemmning og gleðin í fyrirrúmi hjá okkur,” segir Fjóla að lokum.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar