Útileikhús um unglinga og illgresi

Hólmfríður Hafliðadóttir kemur fram í einleiknum Flokkstjórinn á útisvæðinu við Menningarhúsin í Kópavogi á morgun, föstudaginn 30. júní klukkan 11. Verkið byggir Hólmfríður á reynslu sinni af flokksstjórn í unglingavinnu en höfundur sýningarinnar ásamt Hólmfríði er Magnús Thorlacius sem jafnframt leikstýrir sýningunni.

Í verkinu er veitt innsýn í samskipti unglinga, eineltismenningu og hve grimm mannskepnan getur verið þegar hún þráir ekkert heitar en að tilheyra hópnum.

Sýningin var búin til í Skapandi sumarstörfum 2022 og hlutu höfundarnir styrk frá lista- og menningarráði Kópavogsbæjar til að sýna verkið nú í sumar. Flokkstjórinn hefur verið sýnd víða við góðar undirtekti og verið valin inn á leiklistarhátíðirnar Act Alone á Suðureyri og RVK Fringe.

Sýningin tekur um 40 mínútur í flutningi. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar