Nýir eigendur taka við Efnalaug Garðabæjar

Hjónin Van og Hoang munu taka við rekstri Efnlaugar Garðabæjar frá og með 1. júlí nk. af þeim systrum, Lilju og Lovísu Vattness Bryngeirsdætrum, en Bryngeir og Ragna, foreldrar þeirra, stofnuðu fyrirtækið fyrir 37 árum síðan á Garðatorgi.

Þau Van og Hoang munu halda rekstrinum áfram í núverandi mynd og hlakka til að eiga góð samskipti við alla núverandi viðskiptavini sem og Garðbæinga í heild.

Kveðja með trega en miklu þakklæti

,,Við fjölskyldan kveðjum með miklum trega og viljum þakka öllum þeim frábæru viðskiptavinum sem hafa verslað við okkur í gegnum árin. Við höfum fulla trú á því að þjónustan muni halda áfram á sömu forsendum og hún hefur verið og vonum að viðskiptavinir okkar taki þessum nýju flottu eigendum vel og fagnandi,” segja þær systur.

Mynd: Eigendaskipti! Lovísa, Van, Hoang og Lilja fyrir utan Efnalaug Garðabæjar á Garðatorgi

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar