Leikfélag Kópavogs stefnir að því að setja upp barnaleikritið, Ferðin til Limbó

Leikfélag Kópavogs stefnir að því að setja upp barnaleikritið „Ferðin til Limbó“ eftir Ingibjörgu Jónsdóttur sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu vorið 1966. Leikritið byggði á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama höfund sem kom út árið áður. Leikritið var fyrsta leikritið eftir íslenska konu sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu. Í leikritinu eru söngvar eftir Ingibjörgu Þorbergs.

Samlestur verður á Ferðinni til Limbó 28. október kl. 13:00 hjá Leikfélagi Kópavogs og eru nýir og gamlir félagar boðnir velkomnir.

Stefnt er að því að frumsýna í lok janúar eða byrjun febrúar og sýna fram í apríl.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar