Jólalínan öll úr íslenskri menningu

Það styttist óðum í jólahátíðina og verslunin Lin design á Smáratorgi ber þess merki enda er verslunin full af fallegri jólavöru, en allt frá upphafi hefur það verið markmið Lin Design að hanna og framleiða gæðavörur sem eru innblásnar úr íslenskri náttúru og menningu.
 
Kópavogspósturinn kom við í versluninn og heyrði hljóðið í systrunum Ágústu og Guðrúnu Gísladætrum, eigendum Lin Design og spurði þær nánar um jólavörurnar og verslunina, en það er hægt að fá svo mikið meira en jólaleg sængurföt hjá þeim í tilefni jólahátíðarinnar?

Þið bjóðið upp á fjölbreytt úrval af jólavörum í Lin design? ,,Já, jólalínan spannar allt frá jólanáttfötum á alla fjölskylduna með íslensku jólasveinunum, rúmfötum, heimilisvörum eins og svuntur, dúkar, glasamottur, flöskupokar, gleðileg jól servíettur, handklæði og fleira,“ segir Ágústa.

Jólagjafir fyrir ættingja, vini og starfsfólk fyrirtækja

Svo það er heldur betur hægt að jóla sig aðeins upp í Lin design fyrir jólahátíðina eða finna fallega jólagjöf til að gleðja? ,,Þú getur græjað öll jólagjafainnkaupin hjá okkur því vöruúrvalið og verðbilið er fjölbreytt og þú færð einnig jólagjafapokann og kortið hjá okkur svo þetta mjög þægileg innkaup,“ segir hún og bætir: ,,Einnig er Lín Design góður kostur er kemur að jólagjöfum fyrir starfsfólk fyrirtækja því það getur verið vandasamt að finna réttu gjöfina fyrir fjölbreyttan hóp fólks, en hjá okkur er fjölbreytt úrval af vörum sem flest allir nota eins og rúmfatnaður, handklæði, kósýföt, ilmir og fleira.“

Jólakötturinn, Grýla, Leppalúði og jólasveinarnir koma sterk inn

Og þið hafið ávallt lagt mikla áherslu á hönnum og gæði sem eru innblásin úr íslenskri náttúru og menningu. Á það einnig við jólavörurnar? ,,Já, jólalínan okkar er öll úr íslenskri menningu, þar koma Jólakötturinn, Grýla, Leppalúði og jólasveinarnir sterkir inn. Mikið af jólavörunni er bróderuð með íslenskum texta. Þetta er menningararfur sem nauðsynlegt er að halda í og það er gaman að gefa gjafir innblásnar úr íslenskri jólahefð,“ segir Ágústa og heldur áfram: ,,Jólakoddaverin eru mjög vinsæl til gjafa, en þau koma með óskum um Gleðileg Jól og gömlum og góðum íslenskum slögurum eins og Ég sá mömmu kyssa jólasvein og Gefðu mér gott í skóginn, ásamt fleiri jólamynstrum.“

Allar vörur eru vottaðar

En Lin design er svo margt og mikið meira en bara sængurver/rúmföt því þið eruð með fjölbreytt úrval af fallegri vöru eins og fatnað, fyrir stofuna, baðherbergið og ilmvörur svo fátt eitt sé nefnt. Eruð þið alltaf að bæta við vöruúrvalið? ,,Við fórum í þá vegferð að styrkja betur við íslenskt atvinnulíf með því að framleiða vörur hér heima. Ullarteppin okkar eru úr íslenskri ull og framleidd á landsbyggðinni. Einnig framleiðum við Lavender ilminn okkar hér á Íslandi og erum að framleiða kertin á vernduðum vinnustað hér heima. Nýjasta afurðinn okkar eru servíettur sem eru einnig framleiddar hérlendis. Þá höfum við aukið við vottanir á framleiðslunni hjá okkur, en allar vörur eru vottaðar og dúnvörurnar eru bæði RDS vottaðar og Oeko-Tex vottaðar. Einnig höfum unnið með dýrari náttúruleg hráefni eins og silki og bambus í rúmfatnaði og Modali í náttfötum og kósýfatnaði.“

En hvernig kom það til á sínum tíma að þið ákváðuð að kaupa Lin design? ,,Við komum báðar úr fjármálkerfinu og vorum búnar að starfa þar í yfir 30 ár og ákváðum að breyta til. Svo það var mikið að læra og kynnast er við fórum af stað, sérstaklega varðandi hönnunina og framleiðsluna, efnin, umhverfisverndina, menningarmuninn á milli framleiðslulanda og svo framvegis. Þekking og reynsla starfsfólks og fyrri eigenda Lin Design hjálpaði okkur mikið til að komast inn í rekstarumhverfið. Svo erum við alltaf með textílmenntaðan hönnuð, sem er okkar stoð og stytta, en hann hannar allar vörurnar með okkur.“

Markmiðið að minnka umhverfisáhrif og vernda náttúruna

Og þið hugið vel af umhverfinu eins og þú nefnir og fylgið ákveðinni umhverfisstefnu? ,,Okkar markmið er að minnka umhverfisáhrif í öllum okkar störfum og vernda náttúruna með því að lágmarka alla sóun. Við leggjum því áherslu á að hanna umbúðir sem nýtast áfram eða vera með umbúðarlausar vörur þegar umbúðir nýtast ekki áfram til að vernda náttúruna. Við pökkum ekki rúmfötum í plast heldur í endurnýtanlegar umbúðir. Með þessu nýtum við umbúðirnar á skemmtilegan hátt á sama tíma og við gerum umhverfinu gott. Við leggjum mikla áherslu á að viðskiptavinir noti fjölnota umbúðir undir gjafir í stað gjafapappírs. Því höfum við hannað og framleitt fjölnota gjafapoka og erum að hvetja til notkunar á þeim núna fyrir jólin ásamt jólakorti úr krossvið sem hægt er að endurnýta áfram sem jólaskraut. Með þessu verður til skemmtilegt deilihagkerfi því svo er hægt að nota gjafapokana áfram um næstu jól, til næstu fjölskyldu og vina og ekki skemmir að jólapokarnir eru með sjálfum Lín Design jólakettinum, Stúf og Lín Design jólarósinni,“ segir Guðrún.

Og svo hafið þið verið í góðu samstarfi við Rauð krossinn? ,,Já, við tökum á móti notuðum fötum og rúmfötum frá Lín Design. Við komum þeim svo áfram til Rauða Krossins sem endurnýtir þau og við bjóðum viðskiptavinum auk þess 20% afslátt af nýrri vöru.“

Og aðeins aftur af versluninni. Eins og hefur komið fram þá leggið þið mikla áherslu á gæði og það er ekkert betra en að leggjast upp í rúm með falleg og mjúk sængurföt? ,,Já við leggjum mikla áherslu á gæðin. Notum eingöngu Pima bómull, (long stable cotton) í framleiðslu á bómullarrúmfötunum okkar. Við hugsum líka um smáatriðin við hönnum á vörunum, en það eru saumuð bönd í öll hornin á sængurverinum til að binda við sængina svo hún sé ekki laus í sængurverinu. Það bætir svefngæðin og fækkar svefntruflunum.“

En hvaða vara hefur svo verið vinsælust hjá ykkur í gegnum tíðina? ,,Rúmfötin eru alltaf vinsælust og svo eru kósýfötin stöðugt að vinna meira á. Þeim fjölgar sífellt viðskiptavinum okkar sem kjósa kósýfatnað úr mjúkum, náttúrulegum hitatemrandi efnum. Þar kemur módalið sterkt inn, náttúrulegt mjúkt hitatemprandi efni. Við höfum því lagt aukna áherslu á að hanna kósý náttfatnað fyrir öll kyn og alla fjölskylduna eins og jólanáttfatasettin. Þá vinnur silkið verulega og silkikoddaverin eru rosalega vinsæl, mikið keypt af þeim bæði til gjafa og eigin nota.“

Ölfug netverslun

Og fyrir þá sem búa út á landi þá eruð þið með öfluga netverslun? ,,Já, við settum upp nýja og endurbætta vefverslun í fyrra. Vörur sem eru pantaðar fyrir hádegi eru komnar til viðtakanda næsta virka dag á landsbyggðina. Einnig nýta margir á höfðuborgarsvæðinu netverslunina enda finnst mörgum þægilegt að geta verslað heima og fengið vöruna senda heim til sín eða í póstbox,“ segir Ágústa og bætir við: ,,Íslendingar sem búa erlendis nýta einnig netverslunina töluvert, panta gjafir fyrir ættingja og vini og láta síðan senda þær beint á viðtakanda. Þá kaupa þeir líka fjölnota gjafapoka og kort í leiðinni og við græjum svo gjöfina og sendum fyrir þá.“

Og að lokum, þið trúið því að vandaðir hlutir gleðji og veiti vellíðan – hver væri nú ykkar draumaólafgjöf úr Lin design? ,,Mulberry silkið, þetta er eitt vandaðasta og jafnframt dýrasta efnið sem er ofið, en veitir einnig bestu vellíðan. Það er ekkert sem toppar silkið svo er alltaf voða kósý að fara í ný mjúk náttföt á aðfangadagskvöld,“ segir Ágústa brosandi.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar