Breiðablik negldi vítakeppnina

Breiðablik og Stjarnan áttust við undanúrslitum Mjólkurbikarsins á Samsung-vellinum í Garðabæ í gær þar sem Breiðablik fór með sigur af hólmi eftir vítaspyrnukeppi.

Eftir venjulegan leiktíma var staðan 1-1 þar sem Betsy Hasset kom Stjörnunni yfir í síðari hálfleik en Birta Georgsdóttir jafnaði leikinn með fallegu marki. Í framlengingunni komst Stjarnan strax yfir á 92 mínútu með marki Andreu Mistar Pálsdóttur en Hafrún Rakel Halldórsdóttir jafnaði fyrir Breiðablik á 108 mínútu og þar við sat.

Því kom til vítakeppni sem Blikar negldu heldur betur en hún endaði 4-1. Stjarnan klúðrai fyrstu tveimur spyrnunum sínum, annað fór framhjá en Thelma Ívarsdóttir varði hina.

Breiðablik mætir því Víkingi R. í úrslitaleik Mjólkurbikarsins, en þetta verður í fyrsta sinn sem Víkingur spilar til úrslita í kvennaflokki. Eins og staðan er í dag þá er Víkingur á toppi Lengjudeildarinnar og Breiðablik á toppi Bestu deildar. Úrslitaleikurinn fer fram á Laugardalsvelli laugardaginn 12. ágúst.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar