Alls eru 26 dansarar úr Dansskóla Birnu Björns mættir til Braga í Portúgal þar sem þeir munu sína alls 15 atriði á heimsmeistaramótinu í dönsum, sem fer fram dagana 30. júní til 8. júlí.
,,Það er mikil spenna í loftinu. Þetta er í þriðja sinn sem skólinn tekur þátt í þessu stóra móti en mörg þúsund keppendur allsstaðar úr heiminu taka þátt. Nemendur eru búnir að æfa í marga mánuði og leggja allt í þetta enda er uppskeran stórkostleg,“ segir Birna nýkominn til Braga með hópinn sinn.
,,Við erum að keppa I nokkrum aldursflokkum í ár. Erum bæði með sóló í nokkum flokkum t.d. er keppt í Jazz, Showdance og Lyrical. Við erum með einn dúett Showdance og svo keppum við einnig í Small Groups í Commercial, Song and Dance,“ segir Birna og bætir við að einnig sé keppt í Large groups og Showdance Musical Theatre, en við dansskólann er starfandi mjög öflug söngleikjadeild.
,,Keppnin er í 10 daga og við erum að keppa daglega, oft á dag,“ segir Birna en dansararnir frá Birnu eru á aldrinum 12 til 20 ára.