Ástin, bjartsýnin og andskotans blaðrið í fólkinu

Þær Marína Ósk Þórólfsdóttir jazzsöngkona og Sunna Gunnlaugsdóttir píanóleikari fluttu splunkuný sönglög Sunnu við ljóð Jóns úr Vör á hádegistónleikum í Salnum á dögunum.

Yfirskrift tónleikanna, Ástin, bjartsýnin og andskotans blaðrið í fólkinu, er tilvitnun í eitt af ljóðum Jóns úr Vör (1917 – 2000) sem var eins og kunnugt er brautryðjandi í íslenskri ljóðagerð og menningarfrömuður í Kópavogi en hann var meðal annars hvatamaður að stofnun Bókasafns Kópavogs og fyrsti forstöðumaður þess. Ári eftir andlát Jóns var ákveðið að efna til árlegrar ljóðasamkeppni í minningu skáldsins sem lista- og menningarráð Kópavogsbæjar stendur að; samkeppnin ber heitið Ljóðstafur Jóns úr Vör og er veitt á afmælisdegi Jóns, 21. janúar ár hvert.

Árið 2021 var Sunna Gunnlaugsdóttir valinn Bæjarlistamaður í Kópavogi en á meðal verkefna sem hún fékkst við af því tilefni var að semja tvö lög við ljóð Jóns úr Vör sem voru frumflutt þegar Ljóðstafur Jóns úr Vör var.
Ljóð Jóns töluðu til Sunnu og hún vildi gera meira; hún hlaut styrk frá Tónlist- arsjóði RANNÍS að semja fleiri lög.

Á meðal fremstu tónlistarkvenna landsins

Sunna Gunnlaugsdóttir á að baki glæsilegan feril sem píanóleikari og tónskáld. Hún hefur sent frá sér níu breiðskífur sem hafa hlotið frábærar viðtökur í virtum tónlistartímaritum og ratað inn á vinsældalista jazzútvarpsstöðva í Bandaríkjunum og Kanada. Fyrsta plata hennar, Mindful, var valin meðal 10 bestu diska ársins af blaðinu Virginian Pilot árið 2000 og nýjasta platan, Becoming, sem kom út fyrr á þessu ári, hefur vakið mikila eftirtekt.

Jazzsöngkonan og lagahöfundurinn Marína Ósk hefur komið fram á fjölda tónleika og tónlistarhátíða hérlendis og erlendis. Má þar nefna Jazzhátíð Osló, Jazzhátíð Reykjavíkur, Freyjujazz, Hólahátíð, tónleika á Norðurlöndunum, í Hollandi, Eistlandi og Grikklandi. Lag hennar The Moon and the Sky var valið lag ársins í flokk jazztónlistar á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2023 auk þess sem Marína hefur hlotið fleiri tilnefningar til verðlaunanna á undanförnum árum.

Ókeypis var á tónleikana og gestir nutu svo sannarlega fallegs flutnings þeirra Maríönnu og Sunnu.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar