Vinagarður opnar í Urriðaholti

Vinagarður í Urriðaholti opnar miðvikudaginn 28. júní klukkan 15:00 og verður haldin formleg opnunarhátíð í Urriðaholtinu. Garðabær býður upp á léttar veitingar og þrautir í nýjum leiktækjum og á nýjum íþróttavöllum. 

Vinagarður er bæjargarður þar sem krakkar á öllum aldri geta notið útivistar. Í Vinagarði er allt til alls, meðal annars fótboltavöllur, körfuboltavöllur, líkamsræktartæki og auðvitað er þar að finna ærslabelg.

 Á miðvikudag verður dagskrá fyrir alla fjölskylduna – ræður fyrir fullorðna og þrautir fyrir börnin. 

Verið öll velkomin!

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar