Verður lengsta rennibraut landsins sett upp í Urriðaholti?

Betri Garðabær er lýðræðisverkefni þar sem íbúar leggja fram hugmyndir að framkvæmdum sem þeir vilja sjá í Garðabæ. Hugmyndasöfnunin er opin og stendur hún til 4. febrúar 2024, en áætlað er að um 100 milljónir króna verði settar í framkvæmdirnar.

Garðabæingar eru nokkuð hugmyndaríkir en alls eru komin 141 hugmynd inn á Betri Garðabæ og voru þær að öllum toga og gerðum, sumar mjög áhugaverðar og skemmtilegar. Hér kemur ein áhugaverð hugmynd frá íbúa í Garðabæ.

Setja upp rennibraut niður annan af grænu geirunum í Urriðaholti

Í Urriðaholti er mikið um brekkur sem oft eru erfiðar fyrir litla fætur. Með svona rennibraut væri hægt að búa til hvata fyrir börnin að fara út að leika, labba með mömmu og pabba eða bara nýta sér hana á leið heim úr skóla. Myndin sýnir mögulega legu og hvernig væri hægt að reisa hana í áföngum. Hægt væri að byrja á gula eða græna leggnum en bæta hinum við síðar. Gert er ráð fyrir að þvera göngustíga og götur fótgangandi.

Ert þú með hugmyndin að betri bæ? Hægt er að setja inn hugmyndir til og með 4. febrúar. Hægt að klikka á augl. frá Garðabæ efst á síðunni, Betri Garðbær.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar