Næturstrætó um helgar stoppar á móts við Ásgarð

Næturstrætó hóf akstur til Hafnarfjarðar aðfaranótt laugardags 30. september sl., en Hafnarfjarðarbær hefur gert samning við Strætó um að hefja akstur næturstrætó til Hafnarfjarðar.

Garðbæingar munu græða á þessu því ekin verður leið 101, en með þeim breytingum að einungis verður stoppað í Hamraborg í Kópavogi og á Hafnarfjarðarvegi á móts við Aktu taktu og Ásgarð í Garðabæ. Brottfarartímar eru frá Lækjartorgi B kl. 01:20, 02:25 og 03:45.

Um er að ræða tilraunaverkefni til þriggja mánaða.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar