Lára Kristín Agnarsdóttir, nemandi í 7.bekk í Sjálandsskóla, hlaut viðurkenningu í Alþjóðlegu friðarveggspjaldakeppni Lions.
Friðarveggspjaldakeppnin var fyrst haldin 1988 og markmiðið er að gefa grunnskólanemendum tækifæri til að koma á framfæri hugmyndum sínum um heimsfrið. Um 600.000 börn frá 75 löndum taka þátt í keppninni árlega sem er opin fyrir grunnskólabörn á aldrinum 11-13 ára.
Þorðu að láta þig dreyma
Hvert ár er valið þema til að vekja ímynd-unarafl nemendanna. Tjáning, listrænt gildi og frumleiki eru þau þrjú viðmið sem notuð eru til að meta veggspjöldin. Þemað þetta árið var: Þorðu að láta þig dreyma. Í Alþjóðakeppninni eru meðlimir lista-, mennta-, fjölmiðla-, friðar- og ungmennasamtaka í dómnefnd sem velur 23 verðlaunahafa og einn sem hlýtur aðalverðlaunin, sem eru peningaverðlaun.
Mynd: Á myndinn má sjá Láru Kristínu ásamt Guðrúnu Dóru, myndmenntakennara lengst til vinstri og Ernu og Önnu frá Lions.