Katla Ósk Káradóttir, 11 ára nemandi í Hofstaðaskóla var dregin út í Sumarlestri Bókasafns Garðabæjar föstudaginn 12. ágúst. Hún las bókina Rotturnar eftir Ragnheiði Eyjólfsdóttur og setti umsögn í lukkukassann – en það er einmitt uppáhalds bókin hennar Kötlu. Í verðlaun fékk hún bókina Þín eigin saga: Sæskrímsli eftir Ævar Þór Benediktsson. En þema Sumarlesturs í ár er einmitt sjávardýr í undirdjúpunum og hvetur hákarlinn hann Bauni bókó alla krakka til að dýfa sér á bólakaf í bókaflóð og sækja sér skemmtilegar bækur á bókasafnið því Sumarlestur er hafsjór af fróðleik og fjöri.
Katla les mjög mikið, jafnvel margar bækur á viku. Þetta var í fyrsta skipti sem hún hafði skilað miða í lukkukassann og ekki seinna vænna því þetta var í síðasta skiptið sem við drógum lestrarhest vikunnar í sumar. Kötlu finnst bækurnar Hvísl hrafnanna, bækurnar um Nancy Drew, Tracy Baker, Bert og Hundman mjög skemmtilegar enda er hún vön að lesa langar, og greinilega góðar, bækur! Við óskum Kötlu innilega til hamingju.
Lestrarhestur vikunnar verður dreginn út hvern föstudag í sumar til 12.ágúst og er Katla því síðasti lestrarhestur sumarsins. En aðrir lestrar-sæ-hestar sem hafa ekki verið dregnir þurfa ekki að óttast því að sumarlestri lýkur með uppskeruhátíð í dag, laugardaginn 20.ágúst klukkan 12. Þá munu allir virkir þátttakendur fá glaðning og þrír lestrarhestar verða dregnir úr öllum umsagnarmiðum sumarsins. Gunnar Helgason les úr nýjustu bók sinni kl 13. Við hlökkum til að sjá ykkur á uppskeruhátíðinni en hlekkur að viðburðinum er hér: https://fb.me/e/2SwaKUarX
Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum. Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar. Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.
Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.
Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins