Fjórir Íslandsmeistaratitlar til GKG!

Íslandsmót golfklúbba 2023 fór fram seinni hlutann í júní og var leikið í flokkum U14 á Flúðum, U16 á Hellu og U21 á Selfossi.

GKG sveitir náðu frábærum árangri og skiluðu fjórum Íslandsmeistaratitlum, í flokkum U14 stúlkna og drengja, 15-16 ára stúlkna og drengja. Sveitir 17-21 árs stúlkna höfnuðu í 2. sæti.

Til hamingju með glæsilegan árangur!

Forsíðumynd: U14 telpur frá vinstri: María Kristín, Ríkey Sif, Hanna Karen, Embla Hrönn og Eva Fanney.

Drengir 15-16 ára. Frá vinstri: Arnar Már þjálfari, Óttar Örn, Tryggvi, Arnar Daði, Guðjón Frans, Gunnar Þór og Snorri.
Stúlkur 15-16 ára. Frá vinstri: María Ísey, Kristín Inga, Elísabet Sunna og Elísabet.

U14 drengir frá vinstri: Stefán Jökull, Benjamín Snær, Valdimar Jaki, Björn Breki og Arnar Heimir.

Stúlkur U21. Frá vinstri: Katrín Hörn, Gunnhildur Hekla, Karen Lind og Hulda Clara

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar