Tilboð upp á 608 milljónir króna fyrir 6 par-/raðhúsalóðir í Hnoðraholti

Alls bárust 67 tilboð í 6 rað-/parhúsalóðir í Hnoðraholti norður, eins og fram kom í Garðapóstinum sl. fimmtudag og inn á kgp.is, en tilboðin í lóðirnar voru opnuð á fundi bæjarráðs sl. þriðjudag.

Hæstu tilboðin í hverja par-/raðhúsalóð hljóðuðu upp á samtals 608.400.000 kr. Stéttarfélagið ehf var einnig fyrirferðamikið þegar kom að tilboðum í par-/raðhúsalóðir í Hnoðraholti norður, og átti hæsta tilboðið í fimm af sex lóðum, en félagið átti hæsta tilboðið í allar 10 fjölbýlishúsalóðirnar eins og áður hefur komið fram.

Það var þó Gráhyrnan ehf sem var með hæsta tilboðið í einstaka rað-/parhúsarlóð en fyrirtækið bauð 122.200.000 kr. í Útholt 27-33, en Stéttarfélagið átti hæsta tilboðið í hinar fimm lóðirnar.

Mikill munur á hæsta og næst hæsta tilboðinu

Töluverður munur var á hæsta og næst hæsta tilboðinu fyrir lóðina Útholt 11-17, en þar bauð Stéttarfélagið ehf 114.400.000 kr. en næsta hæsta tilboðið, frá ESAIT ehf, var upp á 70.500.000 kr. og því munaði 43.900.000 kr. á tilboðunum tveimur

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins