Eldur kviknaði í Snyrtistofunni Garðatorgi

Um eittleytið í nótt kviknaði eldur í Snyrtistofunni Garðatorgi á Garðatorgi 7 í Garðabæ og var allt tiltækt lið slökkviliðsins sent á vettvang enda hýsir Garðatorg 7 m.a. bæjarskrifstofur Garðabæjar, Heilsugæslu Garðabæjar, tannlæknastofur, Domino’s og Endurskoðun og ráðgjöf svo fátt eitt sé nefnt.

Betur fór en á horfðist því eld­ur­inn náði ekki að breiðast út í annað hús­næði, en skemmd­irn­ar á Snyrtistofu Garðabæjar eru tald­ar mikl­ar. Slökkviliðið var um tvo tíma á vett­vangi og var töluverður reyk­ur kom­inn inn í fleiri hús­næði á torg­inu og sömu­leiðis um allt svæðið. Í morgun voru flestir gluggar ef ekki allir opnir á Garðatorgi 7, enda mikil lykt eftir reykinn og flestir að lofta út. Ekki er vitað um elds­upp­tök eins og stendur, en lögreglan hefur innsiglað snyrtistofun og mun tæknideild lögreglunnar rannsaka eldsupptök síðar í dag.

Ekki er vitað um elds­upp­tök eins og stendur, en lögreglan hefur innsiglað húsnæðið og mun tæknideild lögreglunnar rannsaka eldsupptök síðar í dag.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar