Líklega vanur kylfingur veldur skemmdarverkum á flötum GKG

Undanfarnar tvær vikur eða svo hafa óprúttnir aðilar unnið skemmdir á nokkrum flötum á golfvelli GKG bæði á Mýrinni og Leirdalsvelli í skjóli næturs. ,,Það er hreint út sagt ömurlegt að koma að flötum þar sem boltum hefur vísvitandi verið slegið til að valda skemmdum. Miðað við lögun kylfufaranna þá benda þau til að um nokkuð vanan kylfing er að ræða og því ekki hægt að kenna vankunnáttu um,“ segir Agnar Már Jónsson, framkvæmdastjóri GKG.

Trúum ekki að þetta sé félagsmaður

,,Við trúum því varla að um félagsmann sé að ræða en viljum þó benda á að viðurlög við svona háttsemi geta leitt af sér brottrekstur úr klúbbnum,“ segir hann og bætir við: ,,Við biðjum félagsmenn að láta vita ef verðið vör við aðila sem eru að valda skemmdum á golfvöllunum okkar.“

Mynd: GKG

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar