Undirrita samning um úthlutun lóða í Vetrarmýri. Allt að 664 íbúðir

A morgun, föstudaginn 6. maí fer fram undirritun samnings milli Garðabæjar og framkvæmdarfélagsins Arnarhvols um úthlutun lóða í Vetrarmýri, en gatnagerð hófst á svæðinu fyrr í vor.

Á fundi bæjarráðs 3. maí sl. var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn Garðabæjar að samþykkja samninga við framkvæmdafélagið Arnarhvol um úthlutun lóða í Vetrarmýri.  Síðasta haust auglýsti Íslandsbanki, fyrir hönd Garðabæjar, til sölu byggingarrétt fyrir fjölbýlis- og atvinnuhúsnæði á fimm aðskildum byggingarreitum við Vetrarmýri í Garðabæ.  Framkvæmdafélagið Arnarhvoll var hæstbjóðandi í alla fimm reiti og gengið var til viðræðna við félagið um úthlutun lóðanna sem nú er staðfest með undirritun samnings á morgun. 

20 hektara byggingarland

Vetrarmýri er 20 hektara byggingaland, að fullu í eigu Garðabæjar, sem markast af Hnoðraholti til norðurs, Reykjanesbraut til vesturs, Vífilsstaðavegi til suðurs og golfvelli GKG til austurs.

664 íbúðir að hámarki

Áætluð heildarstærð byggðar í Vetrarmýri er um 66.000 fermetrar af fjölbýli og 36.000 fermetrar af atvinnuhúsnæði með 664 íbúðum að hámarki. Í fyrsta áfanganum voru boðnir út u.þ.b. 26.000 fermetrar af fjölbýli og 26.000 fermetrar af atvinnuhúsnæði á fimm aðskildum reitum. Vetrarmýri er eitt af þremur fyrirhuguðum uppbyggingarsvæðum á Vífilsstaðalandi. 

Vetrarmýri er 20 hektara byggingaland, að fullu í eigu Garðabæjar, sem markast af Hnoðraholti til norðurs, Reykjanesbraut til vesturs, Vífilsstaðavegi til suðurs og golfvelli GKG til austurs.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar