Stórmeistara fagnað í Kópavogi

Vignir Vatnar Stefánsson er nýjasti stórmeistari Íslands í skák. Vignir æfir með skákdeild Breiðabliks og hélt félagið upp á áfangann í vikunni að viðstaddri Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra Kópavogs.

Vigni er nýorðinn tvítugur. Hann kennir yngri iðkendum skákdeildarinnar auk þess að keppa á mótum um allan heim. Hann lauk nýverið skákmóti í Serbíu þar sem hann tryggði sér stórmeistaraáfangann.

Á myndinn er Vignir Vatnar Stefánsson, stórmeistari ásamt Ásgeiri Baldurssyni, formanni Breiðabliks og Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra Kópavogs.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar