Sigurbjörg dúx á miðönn í FG

Nemendur mæta næstum hressir á morgnana í skólann!

Sigurbjörg Eiríksdóttir var dúx á miðönn FG og fékk líka verðlaun fyrir skólasókn. Eins og sjá má þurfti að notast við
grímur á sviði skólans. Alls brautskráðust 33 nemendur frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, við athöfn sem haldin var 26.febrúar síðastliðinn. Af þeim sem brautskráðust voru sjö af viðskiptabrautum, sjö af hönnunar og markaðsbraut,
fimm af félagsvísindabraut, fimm af listnámsbrautum, fjórir af náttúrufræðibraut, þrír af íþróttabraut og tveir af alþjóðabrautum.

En fleiri fengu líka verðlaun, hér eru nokkur dæmi: Emilía Ósk Friðjónsdóttir fékk verðlaun fyrir lokaverkefni á hönnunar og markaðsbraut og Hermann Óli Bjarkason fyrir góðan árangur í íþróttafræði. Þá fékk Snædís Sól Geirsdóttir viðurkenningu Soroptimistafélags Garðabæjar fyrir framfarir í námi og hvatningu til áframhaldandi náms.  Ávarp nýstúdents flutti svo Natalía Erla Arnórsdóttir og Mikael Bjarni Gunnarson og Sverrir Gauti Svavarsson fluttu tónlistaratriði.

Þó ég hrósi rafrænum lausnum í kennslu þá hefur verið mikið skemmtilegra í skólanum síðan nemendur sáust á göngunum. Gleði nemenda við koma aftur í skólann var auðséð og einn kennarinn sagði að þeir væru næstum því hressir á morgnana

Í ræðu sinni var skólameistara ástandið vegna kóvid-19 hugleikið, en hann vonast eftir að nú á vorönn, sem nýlega hófst, verði hægt að halda skólastarfi FG sem eðlilegustu: ,,Þó ég hrósi rafrænum lausnum í kennslu þá hefur verið mikið skemmtilegra í skólanum síðan nemendur sáust á göngunum. Gleði nemenda við koma aftur í skólann var auðséð og einn kennarinn sagði að þeir væru næstum því hressir á morgnana,“  sagði Kristinn Þorsteinsson,
skólameistari meðal annars þegar hann kvaddi nemendur. Sigurbjörg Eiríksdóttir var dúx á miðönn FG og fékk líka
verðlaun fyrir skólasókn. Eins og sjá má þurfti að notast við grímur á sviði skólans.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar