Hugræn atferlismeðferð á Bókasafni Kópavogs

Paola Cardenas barnasálfræðingur og Soffía Elín Sigurðardóttir sálfræðingur flytja erindi um hugræna atferlismeðferð á foreldramorgni á aðalsafni þann 17. mars n.k. kl. 10:00.

Þær eru höfundar bókanna Súper viðstödd og Súper vitrænn sem komu út 2021 og fjalla um hugræna atferlismeðferð, núvitund og tengsl hugsana og tilfinninga og eru bækurnar sérstaklega ætlaðar börnum og foreldrum. Eru öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Seinasti foreldramorguninn þessa önnina er á dagskrá 31. mars og kemur Bryndís Jónsdóttir, verkefnastjóri frá Heimili og skóla til að fjalla um ung börn og snjalltæki.

Foreldramorgnar eru frábært tækifæri fyrir foreldra og ung börn þeirra til að hittast og eiga rólega stund saman á safninu. Fylgist með í Facebook-hópnum Foreldramorgnar | Bókasafn Kópavogs.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar