Hluta Austurkórs lokað vegna myglu

Tveimur deildum í leikskólanum Austurkór í Kópavogi var lokað í síðustu viku vegna myglu í klæðningu á útvegg, sem er á suðvesturhlið leikskólans. Lokunin er gerð í varúðarskyni til þess að vernda starfsmenn og nemendur.

Deildirnar hafa ekki verið nýttar í daglegu starfi vegna skorts á fagfólki en nýttar til sérkennslu fyrir litla hópa. Því hefur lokunin takmörkuð áhrif á leikskólastarf í Austurkór en alls eru 76 börn í skólanum.

Myglan greindist í kjölfar einkenna starfsmanns sem grunur lék á að rekja mætti til myglu-skemmda. Verkfræðistofan Mannvit fengin til að taka sýni og senda til greiningar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Ekki fannst mygla í þeim sýnum.

Til þess að gæta að öryggi nemenda og starfsmanna var farið í frekari sýnatöku og þá tekin sýni úr einangrun útveggjar og gipsklæðningu á suðvesturhlið, þar sem vart hafði orðið við leka. Niðurstaða úr þeirri greiningu sem kemur frá Náttúrufræðistofnun Íslands sýnir myglu í útvegg deildarinnar.

Viðgerðir á Austurkór eru þegar hafnar. Til stendur að fjarlægja einangrun innandyra og klæða húsið að utan á sambærilegan hátt og á norðurhlið hússins.

Fundað hefur verið með foreldra-ráði og starfsfólki skólans og þá hafa foreldrar í leikskólanum verið upplýstir um stöðu málsins.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins