Glöð skólabörn njóta menningar í Garðabæ

Það er frábært að fá að taka á móti öllum þessum glöðu og þakklátu börnum aftur“ segir menningarfulltrúi Garðabæjar, Ólöf Breiðfjörð.

Menningar- og safnanefnd Garðabæjar hafði hug á að bjóða upp á metnaðarfulla dagskrá sem Ólöf hafði skipulagt og var hún spurð nánar út í málið: ,,Við urðum að hætta að taka á móti hópum í haust en í lok janúar tókum við aftur upp þráðinn og buðum 1. – 4. bekk að njóta jazztónleika í sal Tónlistarskóla Garðabæjar og alls komu 735 börn á tónleika með frábærum tónlistarmönnum. Nú í mars hafa svo leikskólabörn komið í tónleikhús með Dúó Stemmu, einnig í tónlistarskólanum en alls 425 börn hafa notið þess að hlusta á og taka þátt í stórskemmtilegri dagskrá.

Dagskráin framundan snýst svo að mörgu leiti um undirbúning á Barnamenningarhátíð en börn í 5. – 7. bekk hafa frá miðjum febrúar komið í Hönn-unarsafn Íslands í dagskrá sem snýst um sýninguna Deiglumór sem nú stendur yfir í safninu. Krakkarnir fá að kynnast leirlistasögunni í gegnum leiðsögn og spjall um sýninguna og fá að því loknu að taka þátt í leirsmiðju. Afraksturinn verður sýndur á Barnamenningarhátíð í Garðabæ dagana 19. – 24. apríl en þá munu yfir 500 leir-fuglar mynda sýningu.

Dagskrá Barnamenningarhátíðar verður kynnt þegar nær dregur og blaðamaður Garðapóstsins fylgist spenntur með.

Jazz er hrekkur, Leifur Gunnarsson bassaleikari, Sunna Gunnlaugsdóttir píanóleikari og Ingibjörg Fríða Helgadóttir söngkona fluttu glæsilega dagskrá fyrir 735 börn

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar