Páskapasta með gulum tómötum

Uppskrift vikunnar er í boði verslunarinnar ME&MU á Garðatorgi

Skemmtilegur forréttur eða smáréttur sem tekur lítinn tíma að útbúa

Uppskrift fyrir 2 – eldunartími ca 30 mín.

4 msk extra-virgin ólífuolía
250 g gulir tómatar – niðursoðnir, frá t.d. Masseria della Sbirro frá Napoli
2 hvítlauksrif – kramin með breiðu hnífsblaði og söxuð 
1/4 tsk mulin chillifræ (red pepper flakes)
sjávarsalt
170g spaghetti eða annað gott pasta
3/4 bolli rifinn Parmesan ostur
8 blöð af fersku basil, rifin niður eða söxuð
ristuð brauðmylsna eða brauðteningar

Skref 1
Hitið 3 msk af olíu á stórri pönnu á meðalhita. Bætið tómötum, hvítlauk, og muldum chillifræum útá pönnu, kryddið með salti og eldið þar til tómatar eru eldaðir í gegn og farnir að maukast, 10-12 mín. Pressið tómata niður með sleif og kreistið vel þannig að tómatar kremjist og tómatsafinn blandist vel við olíu og hvítlauk. Takið pönnu af hellu og setjið til hliðar.

Skref 2
Hitið vatn upp að suðu í rúmgóðum potti. Saltið vatnið og bætið pasta útí sjóðandi vatnið; eldið, hrærið í annað slagið, þar til pasta er “al dente” – ca 10 mínútur en þarna skiptir máli hvers konar pasta er notað. Sigtið pasta úr vatni, og geymið 1 bolla af pastavatni úr potti.

Skref 3
Hellið pasta yfir tómata á pönnu, setjið á hellu og stillið á hæsta hita. Bætið 1/2 bolla af pastavatni útí pönnu. Eldið, hrærið vel í og blandið öllu vel saman – þar til sósa fer að þykkna og byrjar að þekja pastað, ca 1 mín. Bætið rest af olíu útí pönnu, parmesan osti, og helmingnum af basillaufum og hrærið í öllu þar til allt er vel blandað saman. (Bætið meira pastavatni saman við ef tómatar og pasta virðist of þurrt.) Bætið rest af basil útí,  kryddið með salti og berið fram með brauðmylsnu / teningum. Njótið. 

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar