Lamba ribeye kryddað með villtum hvítlauk og kryddjurtum

Páskauppskrift frá Jóni Erni í Kjötkompaní

Páskarnir eru á næsta leiti og miðað við núgildandi sóttvarnarreglur munu sjálfsagt flestir eyða pásk-unum heima hjá sér með sínum nánustu. Við fengum því Jón Örn Stefánsson, matreiðslumeistara og eiganda Kjötkompaní í Dalshrauni Hafnarfirði til að koma með eina góða páska-uppskrift fyrir lesendur.

Jón Örn átti ekki í vandræðum með það og sendi okkur upp-skrift af lamba ribeye, kryddað með villtum hvítlauk og krydd-jurtum. Hann kom svo með til-lögu að meðlæti sem er köld piparsósa, selleryrótar trufflu mayones, ofnbakaðar kartöflur og ferskt grænmeti Uss, þetta verður eitthvað.

Lamba ribeye kryddað með villtum hvítlauk

Eldunarleiðbeiningar:

Hitið grillið og grillið á miklum hita ca 1-2 mín á hvorri hlið, setjið kjarnhitamæli í steikina miðja, stillið grillið á medíum hita, og grillið þar til kjarnhita-mælirinn sýnir 60 gráður í kjarna (medium) Leyfið steikinni að standa í ca 5 mín áður hún er borin fram.

Tillaga að meðlæti er köld piparsósa, selleryrótar trufflu mayones, ofnbakaðar kar-töflur og ferskt grænmeti

Selleryrótar trufflu mayones

Hráefni:

Selleryrót, 1 stk
Japansk mayones, 1 túpa Trufflu olía,
3 msk Kóríander,
smá dass Sjávarsalt

Aðferð:

Rífið selleryrótina í rifjárni, blandið rest saman og hrærið vel. Ath. það er gott að gera þetta deginum áður þar sem þetta þarf að brjóta sig.

Köld piparsósa

Hráefni:

Mayonnes, 250 gr
Sýrður rjómi, 250 gr
Sykur, 1 tsk
Sætt sinnep, 1 tsk
Svartur pipar, 4 gr
HP sósa 2 gr
Salt, hnífsoddur
Kraminn hvítlaukur, 1 gr

Aðferð:

Öllu blandað saman og hrært í ca 4-5 mín.

Kveðja,
Jón Örn Stefánsson

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar