Ítalskt kálfaragú með pasta – uppskrift vikunnar

Uppskrift vikunnar er í boði sérvöruverslunarinnar ME&MU á Garðatorgi 1, en í versluninni er hægt að margar sérvaldar og spennandi matvörur beint úr héraði, bæð hérlendis og erlendis frá. Þetta eru allt vörur frá smáframleiðendum sem leggja áherslu á gæði í hráefni og að baki þessari framleiðslu liggur að jafnaði handverk.

Langflestar vörurnar sem eru í uppskriftinni frá ME&MU fást í versluninni á Garðatorgi.

Ítalskt kálfaragú

50g smjör
1 gulrót – söxuð
1-2 laukar – saxaðir fínt
1 sellerístilkur – saxaður fínt
300-400g kálfahakk
6 msk tómatpúrra
1 krukka af soðnum San Marzano tómötum (passata)
1 krukka af niðursoðnum kirsuberjatómötum
150ml hvítvín
250ml nautakraftur / soð
100ml mjólk
Skvetta af rauðvínsediki
salt, pipar, oregano
400g tagliatelle
Ferskrifinn parmesan – magn eftir smekk

Bræðið smjörið á pönnu og léttsteikið gulrætur, lauk og sellerí á vægum hita.

Bætið hakkinu útá pönnuna og kryddið með salti, pipar og oregano.

Hækkið hitann á pönnunni til að hakkið brúnist.

Bætið tómatpúrru útá pönnuna og jafnið vel – eldið í nokkrar mínútur. Bætið hvítvíni útí 
og hitið í gegn – bætið síðan nautasoði og mjólk í framhaldi.

Bætið passata ásamt niðursoðnum kirsuberjatómötum útí.

Látið malla við vægan hita í 1 klst og hrærið reglulega í. Ef þörf er á bætið meira af nautasoði útí.

Setjið skvettu af rauðvínsediki útí og kryddið meira eftir smekk. 

Sjóðið pasta skv leiðbeiningum – setjið á disk þegar tilbúið.

Bætið fullelduðu kálfaragú útá pastað og berið fram með ferskrifnum parmesanosti.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar